Manchester City hefur selt Zack Steffen til til Colorado Rapids í MLS deildinni.
City keypti Steffen frá Columbus Crew í MLS deildinni árið 2019 og spilaði hann 21 leik fyrir félagið.
Hann var meðal annars í marki City í úrslitaleik enska deildarbikarsins þegar City vann þar sigur á Tottenham.
Stefffen er 28 ára gamall og var á láni hjá Middlesbrough á síðustu leiktíð.
Steffen er frá Bandaríkjunum og heldur því heim en hann hefur spilað tæpta þrjátíu landsleiki fyrir land og þjóð.