Danska félagið Lyngby birti hjartnæmt myndband á samfélagsmiðla sína í kjölfar þess að ljóst var að Freyr Alexandersson væri á förum.
Freyr tók við sem þjálfari Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra. Nú fer hann hins vegar annað.
Hann kvaddi sjálfur Lyngby og stuðningsmenn með fallegri ræðu sem birtist einnig í dag.
„Kæra Lyngby-fjölskylda, eða vinir eins og ég kalla ykkur núna. Ég hef upplifað frábæra tíma með ykkur. Ég hef verið svo heppinn að vera hluti af þessum fótboltaklúbb sem hefur svo mikla merkingu fyrir mig og mína fjölskyldu. En nú er kominn tími til að kveðja, því miður,“ segir Freyr meðal annars.
Lyngby birti svo myndband með skemmtilegum augnablikum frá tíð Freys.
Myndbandið má sjá hér að neðan.+
TAK FOR ALT, FREYR 🥹💙#SammenForLyngby pic.twitter.com/oyuvfBAals
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 5, 2024