fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Falsfrétt hjá Sky um Tony Martial – Þriðja lygin um United á stuttum tíma

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 08:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports News fullyrti á vef sínum í gærkvöldi að Anthony Martial væri að skrifa undir nýjan samning við Manchester United.

Skömmu síðar var færslum um þetta eytt og nú segja miðlar að þetta sé langt því frá að vera satt.

United hefur tekið ákvörðun um að Martial fari næsta sumar þegar samningur hans er á enda.

Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem Sky Sports þarf að eyða fréttum sem tengjast Manchester United.

Fyrir nokkrum dögum sagði Sky að Raphael Varane væri að íhuga að fara frá United því hann óttaðist að missa sæti sitt í franska landsliðinu.

Það stemmir ekki því Varane er hættur að spila fyrir franska landsliðið og það fyrir nokkru síðan.

Þá sagði Sky að Amad Diallo væri á leið á Afríkumótið með Fílabeinsströndinni eftir langa fjarveru vegna meiðsla, hann hafði sjálfur sagt að hann færi ekki á mótið og þurfti að ítreka það eftir frétt Sky.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli