Sky Sports News fullyrti á vef sínum í gærkvöldi að Anthony Martial væri að skrifa undir nýjan samning við Manchester United.
Skömmu síðar var færslum um þetta eytt og nú segja miðlar að þetta sé langt því frá að vera satt.
United hefur tekið ákvörðun um að Martial fari næsta sumar þegar samningur hans er á enda.
Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem Sky Sports þarf að eyða fréttum sem tengjast Manchester United.
Fyrir nokkrum dögum sagði Sky að Raphael Varane væri að íhuga að fara frá United því hann óttaðist að missa sæti sitt í franska landsliðinu.
Það stemmir ekki því Varane er hættur að spila fyrir franska landsliðið og það fyrir nokkru síðan.
Þá sagði Sky að Amad Diallo væri á leið á Afríkumótið með Fílabeinsströndinni eftir langa fjarveru vegna meiðsla, hann hafði sjálfur sagt að hann færi ekki á mótið og þurfti að ítreka það eftir frétt Sky.
BREAKING: #MUFC are not planning offering Anthony Martial a new contract.
Martial is set to be released on a free when his deal expires in the summer if he does not find a new club this month.
– talkSPORT sources understand
🚨 More on our website ☞ https://t.co/PVsrFYa8AU pic.twitter.com/eJdwD6YmqU
— talkSPORT (@talkSPORT) January 5, 2024