Stuðningsmenn Sevilla eru brjálaðir á slöku gengi liðsins á þessu tímabili en liðið situr í sextánda sæti La Liga.
Sevilla er venjulega að berjast á toppnum á Spáni en Quique Sanchez Flores er þriðji þjálfari liðsins á tímabilinu.
Sergio Ramos kom aftur heim til félagsins í sumar og fór í viðtal eftir tap gegn Athletic Bilbao í gær.
Hann var mættur í viðtal að ræða stöðuna eftir leik þegar stuðningsmenn fóru að góla á hann.
„Sýndu smá virðingu, fólk er að tala saman hérna,“ sagði Ramos við stuðningsmanninn í miðju viðtali.
„Sýndu virðingu fyrir fólki og merki félagsins, haltu kjafti og farðu.“
„¡TEN UN POCO DE RESPETO! ¡RESPETA A LA GENTE!”
¡Qué enfado de Sergio Ramos!#LALIGAenDAZN ⚽️ pic.twitter.com/n0T2aRNBEa
— DAZN España (@DAZN_ES) January 4, 2024