Kjör til formanns KSÍ fer fram í næsta mánuði en nú þegar styttist í kjörið hefur aðeins Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ staðfest framboð til formanns.
Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum eftir rúm tvö ár í starfinu.
Vignir Már Þormóðsson, fyrrum stjórnarmaður hjá KSÍ og fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA er einn þeirra sem íhugar framboð.
Vignir staðfesti á dögunum að hann væri að skoða hlutina en hann hefur ekki enn tekið ákvörðun um framboð.
Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og starfsmaður Stjörnunnar í dag hefur undanfarnar vikur verið mikið í símanum.
Þorvaldur hefur talað við mörg félög en ekki staðfest við fjölmiðla að hann skoði framboð. Talið er ólíklegt að bæði Vignir og Þorvaldur fari fram.
Fleiri hafa skoðað framboð líklegast er talið að hið minnsta einn til viðbótar fari fram gegn Guðna sem hætti störfum hjá sambandinu haustið 2021.