Innbrotsþjófarnir sem stálu skartgripum og öðrum verðmætum af heimili Jack Grealish höfðu mánuði áður reynt að brjótast inn á heimili kappans. Tóku mennirnir hluti sem metnir eru á 175 milljónir.
Rænigjarnir fóru þá á brott þegar lögregla keyrði framhjá heimili Grealish.
Brotist var inn á heimili Grealish í úthverfi Manchester rétt undir lok síðasta árs. Hann var þá að keppa gegn Everton.
Sasha Attwood unnusta Grealish og fjölskylda hennar voru hins vegar á heimilinu þegar gengið lét til skara skríða.
Þau hringdu strax á lögregluna en þjófarnir voru á brott eftir þrjár mínútur og virtust vel vita hvar verðmæti Grealish væru.
Lögreglan í Manchester rannskar málið en ítrekuð innbrot á heimili knattspyrnumanna þar á bæ eru farin að valda yfirvöldum áhyggjum.
Er það nú til rannsóknar hvort fyrirtæki eða þjónusta sem knattspyrnumenn nýta sér komi mögulega að innbrotunum.
Í tilfelli Grealish sem býr í þokkalega stóru húsi, þá vissu þjófarnir nákvæmlega hvar verðmætin var að geyma.