Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham hefur svo sannarlega reynst enska félaginu eftir að hafa verið keyptur frá Ítalíu síðasta sumar.
Vicario hefur varið mark Tottenham af stakri snilld en á meðan virðist hann hafa skorað glæsilegt mark utan vallar.
Þannig segja ítalskir miðlar frá því að Antonella Fiordelisi, fyrirsæta, sé ný unnusta hans.
Fiordelisi var mætt til London yfir jól og áramót þar sem hún var yfir hátíðina með Vicario.
Fiordelisi er þekkt stærð á Ítalíu en hún hefur meðal annars tekið þátt í Big Brother sem er vinsæll raunveruleikaþáttur.