Hann gæti því reynst spennandi kostur fyrir Newcastle.
Eigendur Newcastle eru farnir að skoða það að skipta stjóra sínum, Eddie Howe, út. Þetta kemur fram í spænska miðlinum Marca.
Howe gerði frábæra hluti með Newcastle á síðustu leiktíð, tryggði Meistaradeildarsæti og fór með liðið í úrslitaleik deildabikarsins.
Það hefur hins vegar ekki gengið eins vel á þessari leiktíð. Newcastle er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum í öllum keppnum.
Fótboltinn getur verið grimmur bransi og ef marka má frétt skoða eigendur Newcastle þann möguleika að reka Howe og krækja í Michel Sanchez, stjóra Girona.
Sá er að gera magnaða hluti á Spáni. Hann kom Girona upp í efstu deild á sinni fyrstu leiktíð, náði tíunda sæti í La Liga á síðustu leiktíð og er nú með jafnmörg stig og Real Madrid á toppi deildarinnar.
Hann gæti því reynst spennandi kostur fyrir Newcastle.