Manchester United hefur áfram mikinn áhuga á Timo Werner og hefur spurst fyrir um sóknarmanninn. Florian Plettenberg, blaðamaður Sky í Þýskalandi segir frá þessu.
Erik ten Hag vill bæta við sig sóknarmanni í janúar og hefur Werner, sem er leikmaður RB Leipzig, verið orðaður við liðið.
Það virðist eitthvað til í því því United hefur spurst fyrir hann.
Werner gekk aftur í raðir Leipzig fyrir síðustu leiktíð en lítið gekk upp hjá leikmanninum hjá Chelsea. Hann gæti nú fengið nýtt tækifæri til að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni.
Þá er Werner ekki að fá þann spiltíma sem hann vill hjá Leipzig og hugsar sér því til hreyfings.