Samkvæmt Guardian er það orðið ansi líklegt að Steven Gerrard missi starfið sitt sem þjálfari Al-Ettifaq í Sádí Arabíu.
Al-Ettifaq hefur ekki unnið leik í síðustu átta umferðum úrvalsdeildarinnar í Sádí Arabíu.
Gerrard tók við þjálfun Al-Ettifaq síðasta sumar en aðeins nafnið er sagt halda honum í starfi eins og er.
Forráðamenn Al-Ettifaq eru sagðir farnir að skoða breytingar en búið er að reka þrettán af átján þjálfurum í deildinni á þessu tímabili.
Þolinmæðin gagnvart Gerrard virðist vera á þrotum og þarf hann mikinn viðsnúning á gengi Al-Ettifaq til að bjarga sér.