Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Víkings var kjörinn þjálfari ársins á sérstöku hófi í kvöld þar sem Íþróttamaður ársins verður kjörinn.
Það eru 28 aðilar úr samtökum íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en Arnar stýrði Víkingi til sigurs í deild og bikar á síðustu leiktíð í knattspyrnu karla.
Þetta er í fyrsta sinn sem Arnar hlýtur verðlaunin sem voru fyrst veitt árið 2012.
Þórir Hergeirsson þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta endaði í öðru sæti.
Heimir Hallgrímsson, Freyr Alexandersson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Pétur Pétursson sem allir þjálfa í fótbolta fengu atkvæði í kjörinu.
Þjálfari – Fjöldi atkvæða:
Arnar Gunnlaugsson 122
Þórir Hergeirsson 42
Pavel Ermolinski 40
Heimir Hallgrímsson 28
Freyr Alexandersson 16
Óskar Hrafn Þorvaldsson 2
Pétur Péturssson 1
Guðmundur Guðmundsson 1