Manchester United hefur sent formlegt boð til Luke Littler um að mæta á næsta heimaleik félagsins gegn Tottenham.
Littler sem er 16 ára gamall hefur slegið í gegn á Heimsmeistaramótinu í pílu sem klárast í kvöld.
Littler er kominn í úrslitaleikinn sem telst magnað afrek á hans fyrsta stórmóti. Hann er harður stuðningsmaður United.
Littler hefur unnið hug og hjörtu þeirra sem fylgst hafa með mótinu en hann hefur sýnt mikla yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur.
Þannig sést á Facebook síðu Littler að hann fagnaði sigri liðsins gegn Aston Villa á öðrum degi jóla.
United vill fá Littler í heimsókn og líklega yrði hann kynntur til leiks á vellinum fyrir leikinn.