Gary Neville segir að þrátt fyrir markaskorun sína og frábæran árangur sé Wayne Rooney einn vanmetnasti leikmaður í sögu Manchester United.
Sparkspekingurinn var liðsfélagi Rooney hjá United, en hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk.
„Stundum ertu spurður að því hver þér finnst sá vanmetnasti og ég myndi setja Wayne ofarlega þar,“ segir Neville.
„Hann er yfirleitt ekki í umræðuni um bestu leikmenn Manchester United en ef ég er beðinn um að velja besta byrjunarliðið er hann alltaf frammi þar.
Hann er bestur með yfirburðum er kemur að mörkum, stoðsendingum og vinnusemi.“
Rooney hefur mikið verið í umræðunni nýlega en hann var rekinn sem stjóri Birmingham í gær eftir hörmulegt gengi í ensku B-deildinni.