Ana Maria Markovic, 24 ára leikmaður Grasshopper, er ekki hrifin af því þegar hún er kölluð „kynþokkafyllsta knattspyrnukona heims.“
Markovic er afar vinsæl utan vallar en vill að fólk þekki hana frekar sem persónu og knattspyrnukonu frekar en yfirborðskenndar vinsældir.
„Mér líkar þegar ég er kölluð fallegasta fótboltakonan því það gleður mig að heyra að ég sé falleg,“ segir Markovic.
„En mér líkar ekki við það þegar mér er líst sem kynþokkafyllstu fótboltakonunni,“ hélt hún áfram. „Vegna þess senda mér margir skilaboð og þykjast vilja vinna með mér. Ég veit nákvæmlega hvað þeir vilja frá mér. Þeir hafa aldrei séð mig spila fótbolta og sjá bara yfirborðið sem er synd“
„Fólk ætti að kynna sér mig betur og sjá hvað ég get í fótbolta.“