fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Stefán genginn til liðs við Val

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 11:42

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Stefán Þór Ágústsson er genginn í raðir Vals og skrifar undir tveggja ára samning.

Stefán kemur frá Selfossi og var hann aðalmarkvörður þar og hefur spilað 129 leiki í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall. Selfyssingar féllu úr næstefstu deild í haust.

„Ég sá mjög gott tækifærið til að halda áfram að bæta mig sem leikmann með að fara í Val. Aðstæður og þjálfarateymi er upp á 10 og er ég virkilega spenntur að byrja að vinna með þeim. Með leikjum öðlast maður reynslu og sú reynsla mun nýtast mér mjög vel. Það vilja allir spila leiki og fá sem flestar mínútur í lappirnar. Ég er virkilega þakklátur að vera kominn með svona marga leiki,“ segir Stefán sem ætlar að veita Fredrik Schram, aðalmarkverði Vals, alvöru samkeppni um stöðuna í liðinu.

„Auðvitað, öll samkeppni er góð fyrir mann og hvað þá þegar maður er að keppast um stöðu við einn þann besta á landinu. Ég mun gera allt til þess að bæta mig og Fredrik sem leikmenn. Ég er spenntur fyrir komandi leiktíð og fá að vinna með honum.“

Arnar Grétarsson er þjálfari Vals og er hann himinnlifandi með komu Stefáns.

„Það er frábært að fá Stefán Þór til okkar sem er þrátt fyrir ungan aldur hörku markvörður með mikla reynslu. Hann hefur verið að æfa með okkur síðustu vikur og komið virkilega vel út á æfingum. Frábær viðbót við okkar flotta hóp,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu