Það verður fróðlegt að sjá hvort Mohamed Salah eigi einhvern möguleika á að verða markahæsti leikmaður í sögu Liverpool í framtíðinni.
Salah hefur verið einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður Liverpool undanfarin sjö ár eftir komu frá Roma.
Salah hefur skorað 204 mörk í 334 leikjum fyrir Liverpool en er ansi langt á eftir toppsætinu sem er í eigu Ian Rush.
Rush skoraði 346 mörk í 660 leikjum fyrir Liverpool á sínum tíma en Salah situr í fimmta sætinu, sæti fyrir ofan Steven Gerrard.
Salah er 31 árs gamall og á því nokkur góð ár eftir á vellinum en möguleiki er á að hann kveðji Liverpool á þessu ári vegna áhuga frá Sádi Arabíu.
Hér má sjá 20 markahæstu leikmenn í sögu Liverpool.