Viðurkenningin hefur verið veitt síðan 1992 og fær Arna hana eftir frábært ár í mögnuðu liði Vals sem vann Bestu deildina þriðja árið í röð síðasta sumar. Liðið vann deildina á afgerandi hátt eða með átta stiga forskoti á liðið í öðru sæti, Breiðablik.
„Íþróttamaður Vals 2023 er þekktur fyrir að sýna ávalt góða og fágaða framkomu hvort sem er innan eða utan vallar,“ segir á heimasíðu Vals.
Þar er einnig haft eftir Örnu:
„Ég er gríðarlega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Það er mikill heiður að vera valin íþróttamaður ársins hjá félagi sem er í hæsta gæðaflokki í öllum greinum. Fyrst og fremst vil ég þakka fyrir mig og um leið þakka liðsfélögunum mínum og öllum Völsurum fyrir frábært ár – Við höldum áfram, áfram hærra!“
Arna hefur verið á mála hjá Val síðan síðla árs 2021 en hún kom frá Þór/KA