Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að liðið gæti spilað án framherja í næsta deildarleik.
Chelsea spilar við Fulham í úrvalsdeildinni á mánudag og þarf svo sannarlega á sigri að halda eftir erfiða byrjun.
Nicolas Jackson hefur verið aðalmaður Chelsea í framlínunni á tímabilinu en hann er í banni.
Jackson hefur fengið fimm gul spjöld á þessu tímabili og þarf Chelsea því að leita annað í sóknarlínunni.
Pochettino staðfesti það á blaðamannafundi í gær að Chelsea gæti mætt til leiks án þess að vera með framherja í liðinu.
Christopher Nkunku er annar möguleiki fyrir Chelsea í fremstu víglínu en hann er meiddur og er því ekki til taks að þessu sinni.