Það var nokkuð um óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni í dag er sex leikir voru spilaðir klukkan 14:00.
Bæði Manchester liðin lentu í vandræðum en meistararnir í Manchester City töpuðu 2-1 gegn Wolves.
Hee-Chan Hwang reyndist þar hetja Wolves í 2-1 sigri en um var að ræða fyrsta tap City á tímabilinu.
Grannarnir í Manchester United lentu einnig í vandræðum og töpuðu mjög óvænt 1-0 heima gegn Crystal Palace.
Arsenal vann þá sannfærandi sigur á Bournemouth 4-0 og Luton gerði sér lítið fyrir og vann Everton á útivelli, 2-1.
Hér má sjá öll úrslitin í dag.
Wolves 2 – 1 Manchester City
1-0 Ruben Dias(’13, sjálfsmark)
1-1 Julian Alvarez(’58)
2-1 Hee-Chan Hwang(’66)
Manchester United 0 – 1 Crystal Palace
0-1 Joachim Andersen(’25)
Bournemouth 0 – 4 Arsenal
0-1 Bukayo Saka(’17)
0-2 Martin Ödegaard(’44, víti)
0-3 Kai Havertz(’53, víti)
0-3 Ben White(’90)
Everton 1 – 2 Luton
0-1 Tom Lockyer(’24)
0-2 Carlton Morris(’31)
1-2 Dominic Calvert Lewin(’41)
Newcastle 2 – 0 Burnley
1-0 Miguel Almiron(’14)
2-0 Alexander Isak(’76, víti)
West Ham 2 – 0 Sheffield United
1-0 Jarrod Bowen(’24)
2-0 Tomas Soucek(’37)