fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
433Sport

Viktor telur að ákvörðun Eggerts hafi verið hárrétt – „Það má ekkert vanmeta það“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Aron Guðmundsson hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í Bestu deildinni á leiktíðinni. Það er tímarspursmál hvenær leikmaðurinn heldur út í atvinnumennsku en Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, telur hann hafa tekið góða ákvörðun með að klára þetta tímabil hér heima hið minnsta.

Eftir frábært EM með íslenska U19 ára landsliðinu var mikill áhugi á Eggerti erlendis frá en hann hélt kyrru fyrir í Stjörnunni.

„Það er engin ein leið rétt í því en ég held klárlega að þetta hafi verið skynsamlegt hjá honum. Eftir EM með U19 kom kafli þar sem var mikið umtal um hann og þá hefði verið auðvelt að taka ákvörðun í flýti,“ sagði Viktor í Þungavigtinni þar sem Eggert var til umræðu.

Viktor Karl. Mynd/Helgi Viðar

„Ég held að það hafi klárlega verið rétt skref að vera áfram í Stjörnunni og halda áfram að spila vel. Þá getur hann fengið enn stærra tækifæri eftir tímabil.“

Viktor er handviss um að Eggert endi í atvinnumennsku en segir að það megi ekki vanmeta þá reynslu sem hann fær á því að spila hér heima.

„Hann er frábær leikmaður og er með eiginleika sem ekkert margir eru með. Það er erfitt að klukka hann og hann er fljótur á fyrstu metrunum.

Það má ekkert vanmeta það að vera í klúbb þar sem þér líður vel. Hann er að spila vel og fær traust frá Stjörnunni. Ef Stjarnan fer til dæmis í Evrópu núna held ég að það sé ekkert vitlaust að taka annað tímabil hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kvennalandsliðið í fullu fjöri í Wales í kvöld

Kvennalandsliðið í fullu fjöri í Wales í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bakslag hjá varnarmanni United sem þarf aftur í aðgerð

Bakslag hjá varnarmanni United sem þarf aftur í aðgerð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ratcliffe vill enska leikmenn og er sagður vilja kaupa þessa tvo í janúar

Ratcliffe vill enska leikmenn og er sagður vilja kaupa þessa tvo í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Talaði frjálslega um hrottalegt morð sem bróðir hans og frændi frömdu – Sveiflaði exi í hausinn á fórnarlambinu

Talaði frjálslega um hrottalegt morð sem bróðir hans og frændi frömdu – Sveiflaði exi í hausinn á fórnarlambinu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Balotelli hjólar í fyrrum stjóra Liverpool í nýju viðtali

Balotelli hjólar í fyrrum stjóra Liverpool í nýju viðtali
433Sport
Í gær

Er með þennan einstaka hæfileika og birtir enn einu sinni djarft myndband – Tók þetta alla leið og er ber að ofan

Er með þennan einstaka hæfileika og birtir enn einu sinni djarft myndband – Tók þetta alla leið og er ber að ofan
433Sport
Í gær

Viðbrögð goðsagnarinnar við mistökum Onana segja allt sem segja þarf

Viðbrögð goðsagnarinnar við mistökum Onana segja allt sem segja þarf
433Sport
Í gær

Björgvin Páll varar fólk við í beittum pistli – „Þetta er bara eitt dæmi til þess að sýna fram á hversu vanþróuð þessi kerfi eru“

Björgvin Páll varar fólk við í beittum pistli – „Þetta er bara eitt dæmi til þess að sýna fram á hversu vanþróuð þessi kerfi eru“