Dominik Szoboszlai skoraði ótrúlegt mark fyrir Liverpool í sigri á Leicester í enska deildabikarnum í gær.
Leicester komst yfir í leiknum en Liverpool sneri taflinu við og vann 3-1. Mark Szoboszlai kom Liverpool í 2-1.
Ungverjinn hefur verið frábær fyrir Liverpool frá því hann kom í sumar og er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna.
Jude Bellingham, sem hefur farið á kostum með Real Madrid á sínu fyrsta tímabili, er greinilega einnig hrifinn af frammistöðu Szoboszlai.
Szoboszlai birti myndir á Instagram þar sem hann fagnaði marki sínu og skrifaði Bellingham undir hana: „Szobooo.“
Færslan er hér að neðan.