Victor Osimhen spilaði fyrir Napoli í gær í skugga mikils fjaðrafoks í kringum leikmanninn.
Napoli birti afar óviðeigandi myndbönd á TikTok reikningi félagins þar sem grín var gert að Osimhen. Myndböndin birtust á opinberum reikningi félagsins en þau sýndu vítaklúður Osimhen um helgina annars vegar þar sem búið var að bæta inn í furðulegri lýsingu. Augljóslega var verið að gera grín að leikmanninum.
Í hinu myndbandinu var Osimhen líkt við kókoshnetu.
Þrátt fyrir þetta spilaði Osimhen fyrir Napoli gegn Udinese í gær. Ekki nóg með það, kappinn skoraði í 4-1 sigri Napoli. Fagnaðarlæti hans voru hins vegar í hóflegri kantinum.
Vandamálunum utan vallar er þó líklega hvergi nærri lokið. Osimhen og umboðsmaður hans íhuga lögsókn á hendur félagsins.
Svo gæti farið að framherjinn krefjist þess að fá að fara í janúar. Ef svo verður er talið að sádiarabísk félög séu líklegust til að hreppa hann en Real Madrid og Chelsea eru einnig á meðal áhugasamra félaga.