Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn sem mætti Cardiff í enska deildabikarnum í gær.
Um var að ræða ansi fjörugan leik en Arnór skoraði og kom Blackburn í 2-1 á 36. mínútu fyrri hálfleiks.
Rúnar Alex Rúnarsson er í marki Cardiff en hann fékk á sig fimm mörk í viðureigninni.
Rúnar bjargaði þó því að Arnór myndi skora tvennu er hann varði vítaspyrnu landa síns á 53. mínútu.
Arnór var ekki lengi inná eftir vítaspyrnuklúðrið og var farinn af velli sjö mínútum síðar.
Vörslu Rúnars má sjá hér.