Fyrrum knattspyrnumaðurinn og glaumgosinn Nicklas Bendtner og sænska fyrirsætan Clara Wahlqvist eru hætt saman. Þetta kemur fram í dönskum miðlum.
Bendtner, sem er auðvitað frægastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, og Wahlqvist höfðu verið saman síðan 2021.
Orðrómar um að sambandi þeirra gæti verið lokið fóru af stað eftir að Bendtner sást með leikkonunni Sus Wilkins í fríi.
Wahlqvist staðfesti svo tíðindin á Instagram.
„Það er ekkert illt á milli okkar. Við vildum bara aðra hluti í lífinu. Ég mun ekki svara fleiri spurningum. Ég vil ekki fá sendar upplýsingar um hvað hann er að gera,“ skrifaði hún meðal annars.