Real Madrid leitar nú að arftaka Carlo Ancelotti en stjórinn yfirgefur félagið næsta sumar.
Samningur Ancelotti rennur þá út og mun hann taka við sem landsliðsþjálfari Brasilíu.
Xabi Alonso, sem hefur heillað sem þjálfari Bayer Leverkusen, er á blaði sem hugsanlegur arftaki Ancelotti.
Alonso er auðvitað fyrrum leikmaður Real Madrid og sem stendur er hann líklegastur til að taka við.
Þá kemur Roberto De Zerbi einnig til greina.
Sá hefur verið að gera frábæra hluti með Brighton í ensku úrvalsdeildinni undanfarið ár og það gæti skilað honum stærsta starfi í heimi