Furðulegt atvik átti sér stað í leik Istanbulspor og Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær.
Vítaaðferð Galatasaray manna í fyrri hálfleik fór stórkostlega úrskeiðis en þar ætlaði Kerem Akturkoglu að leggja boltann til hliðar á Mauro Icardi, en þetta hefur auðvitað áður verið reynt.
Þetta klikkaði þó heldur betur, eins og sjá má hér neðar.
Þetta kom þó ekki að sök því Icardi skoraði sigurmark leiksins skömmu fyrir hálfleik, lokatölur 0-1.
Galatasaray er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir sex leiki en Istanbulspor situr í næstneðsta sæti með tvö stig.
Mauro Icardi with an extraordinary miss from a penalty routine 🫣❌pic.twitter.com/gEc4avhz6u
— SPORTbible (@sportbible) September 26, 2023