Orri Steinn Óskarsson átti stórleik fyrir lið FCK sem rústalði liði Lyseng í danska bikarnum í kvöld.
Orri Steinn fékk að byrja leikinn fyrir FCK en liðið vann gríðarlega sannfærandi 9-0 sigur í bikarnum og kemst áfram.
Ekki nóg með að skora tvö mörk í viðureigninni þá lagði Orri upp eitt í sannfærandi heimasigri.
Stefán Teitur Þórðarson lék fyrir Silkeborg og stóð sig með prýði er liðið vann Thisted 3-1 og kemst einnig áfram.
Sverrir Ingi Ingason byrjaði þá fyrir FC Midtjyllans sem vann lið Naestved örugglega, 2-0.