Liðin áttust við í Þjóðadeildinni og fór fram í Þýskalandi. Klara Buhl gerði tvö marka Þjóðverja og þær Giulia Gwinn og Lea Schuller skoruðu eitt hvor.
Þýska liðið hefur valdið vonbrigðum undanfarið en kom hressilega til baka gegn Íslandi í gær.
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni sem skapaðist á Twitter (X) hér heima um leikinn í gær.
Þjóðverjar komust á beinu brautina. Við erum greinilega á annarri vegferð sem þarf eitthvað að skoða. Þurfum að tengja sendingar og margt fleira ⚽️
Alltaf áfram Ísland ⚽️— Helena Ólafsdóttir (@helenaolafs) September 26, 2023
Þessi tölfræði hræðir mig. Hef. Iklar áhyggjur af þróun landsliðsins.
27 skot gegn 3
13 horn gegn 1
70-30 í possession
Fórum 38 sinnum í sókn
Tengdum aldrei meira en 4-5 sendingarEigum enga almennilega sókn í leiknum – hvert er uppleggið?
Vonbrigðar frammistaða #Fotboltinet pic.twitter.com/NM1trcASK4— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 26, 2023
Átakanlega lélegt kvennalandslið. Ekkert sjálfstraust. Ekkert leikplan bara ,,vonum það besta “ í bland við ,,þetta reddast“. #fotbolti
— Gudmundur Brynjolfss (@GBRYNJOLFSSON) September 26, 2023
Mjöööööög langt síðan við höfum átt svona slakt kvennalandslið. Við getum akkúrat ekki neitt.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) September 26, 2023
Hvenær ætlaru að reka Steina minn? Þú dansar eins og köttur í kringum heitan graut Orri, ekki vera feiminn, segðu lýðnum hvað þér raunverulega finnst..
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) September 26, 2023
Það hefur verið talað um allskonar fíla í herbergjum síðasta sólahring en þarf ekki að ræða þann allra stærsta og mesta í herbergi A-landsliðs kvenna?
Þetta er einfaldlega langt frá því að vera boðlegt með alla þessa ferilskrá af leikmönnum.— Rikki G (@RikkiGje) September 26, 2023