Sádiarabísk félög eru talin líklegust til að hreppa Victor Osimhen, fari hann frá Napoli í janúar. Daily Mail greinir frá.
Mikið fjaðrafok er í kringum Osimhen eftir að Napoli birti afar óviðeigandi myndband á TikTok reikningi félagins þar sem grín var gert að Osimhen. Myndbandið birtist á opinberum reikningi félagsins en það sýndi vítaklúður Osimhen um helgina þar sem búið var að bæta inn í furðulegri lýsingu. Augljóslega var verið að gera grín að leikmanninum.
Þá var einnig birt annað myndband á opinberum TikTok aðgangi félagsins þar sem Osimhen var líkt við kókoshnetu.
Osimhen og hans fulltrúar telja þetta auðvitað óásættanlegt. Hann gæti því krafist þess að fara í janúar.
Þá er líklegast að peningarnir í Sádí verði fyrir valinu en Chelsea hefur einnig áhuga og gæti lokkað framherjann í ensku úrvalsdeildina.