Phil Jones hefur gefið í skyn að hann sé að leggja skóna á hilluna aðeins 31 árs gamall.
Jones yfirgaf Manchester United fyrr á þessu ári en hann hafði leikið með liðinu í heil tólf ár.
Jones gekk í raðir Man Utd frá Blackburn árið 2011 en spilaði í heildina 229 leiki fyrir liðið og var oftar en ekki ónotaður.
Englendingurinn greinir nú frá því að hann sé að vinna í öðrum hlutum en að finna sér nýtt félagslið og er útlit fyrir að skórnir séu komnir í hilluna.
Jones er að vinna í þjálfararéttindum og hefur einnig áhuga á að verða yfirmaður knattspyrnumála í framtíðinni.
Start of a new journey. Great to begin the global football sport directorship course with the PFA business school, learning new things about the game, whilst also continuing to push ahead with my A licence and badges at the club that gave me so much.
Excited to get started. pic.twitter.com/a1SATTx4TP
— Phil Jones (@PhilJones4) September 26, 2023