Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er eitthvað ósáttur við ferðalög liðsins þessa dagana.
City heimsækir Newcastle í enska deildabikarnum í kvöld á útivelli og þarf að keyra til baka til Manchester.
„Eftir leikinn getum við ekki ferðast til baka með flugi vegna vandamáls með hana. Ég veit ekki hvað kom fyrir vélina,“ segir Guardiola.
City mætir Wolves svo á laugardag og RB Leipzig í Meistaradeildinni eftir slétta viku.
„Við þurfum við að ferðast með rútu og mætum því aftur 2-3 tímum seinna en ella, það verður kominn fimmtudagur. Næsta dag, á föstudag, ferðumst við í leikinn gegn Wolves svo það þarf að hugsa út í þetta.
Í næstu viku förum við svo til Þýskalands og spilum við RB Leipzig í Meistaradeildinni. Það er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur,“ segir Guardiola.