Það er óhætt að segja að Antonio Valencia sé óþekkjanlegur í dag en hann er fyrrum stjarna Manchester United.
Valencia átti frábæran feril á Old Trafford en hann lék með liðinu í tíu ár eða frá 2009 til ársins 2019.
Í dag er Valencia 38 ára gamall og birti mynd af sér ásamt fyrrum liðsfélaga sínum, Wayne Rooney, í gær.
Rooney lék lengi með Man Utd líkt og Valencia en hann er í dag stjóri DC United í bandarísku MLS deildinni.
Valencia er svo sannarlega óþekkjanlegur á þessari mynd en hann lagði skóna á hilluna 2021.
Myndina má sjá hér.