Jose Mourinho er víst tilbúinn að bjarga Jadon Sancho og fá hann í raðir Roma í ítölsku deildinni.
Mourinho ku vera mjög áhugasamur um Sancho sem virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er óánægður með Sancho og hefur gagnrýnt vinnubrögð hans opinberlega.
Samkvæmt ítalska miðlinum Romanista er Mourinho mikill aðdáandi Sancho og mun reyna við hann í janúar.
Um er að ræða 23 ára gamlan vængmann sem þarf spilatíma til að halda sæti sínu í enska landsliðinu.