Breska götublaðið The Sun birti skemmtilegan lista yfir þá leikmenn í fimm stærstu deildum Evrópu sem hafa komið að flestum mörkum (mörk og stoðsendingar) það sem af er tímabili.
Stór nöfn á borð við Harry Kane, Erling Braut Haaland, Robert Lewandowski, Kylian Mbappe, Olivier Giroud og Mohamed Salah eru á listanum en einnig eru óþekktari nöfn.
Til að mynda er Serhou Guirassy hjá Stuttgart á toppi listans og Victor Boniface í fjórða sæti.
Listinn í heild er hér að neðan.