Forseti Tigres de Bogota í kólumbísku B-deildinni, Edgar Paez, var skotinn til bana eftir tap liðsins á laugardagskvöld.
Paez, sem hafði verið forseti Tigres síðan 2016, var að keyra heim frá leiknum ásamt dóttur sinni þegar tveir menn á mótorhjóli skutu hann í hálsinn og höfuð.
Dóttir Paez slapp ómeidd frá hremmingunum en hann lést því miður af sárum sínum á sjúkrahúsi.
Talið er að mennirnir hafi elt Paez í nokkrar mínútur áður en þeir létu til skarar skríða. Þeir flúðu svo af vettvangi.
Talið er að morðið gæti haft með veðmál og hagræðingu úrslita að gera.