Það kom nokkuð á óvart þegar Sergio Reguillon gekk í raðir Manchester United frá Tottenham á lokadegi félagaskiptagluggans. Leikmaðurinn þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar United kom kallandi.
Bakvörðurinn knái sá ekki fram á stórt hlutverk hjá Tottenham og hélt til United rétt fyrir lok gluggans.
„Ten Hag vildi fá mig og mig langaði að koma. Valið var mjög auðvelt,“ segir Reguillon.
Honum líkar mjög að vinna með hollenska stjóranum.
„Við ræddum hvað hann vildi fá frá vinstri bakverðinum sínum og við deilum sömu hugmyndafræði. Hann vill að við leggjum hart að okkur og mér líkar það líka.“