Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans en nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gesturinn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi ytra í Þjóðadeildini nú klukkan 16:15. Það var hitað upp fyrir leikinn í Íþróttavikunni.
„Ég held að þetta sé versti tímapunkturinn til að mæta Þýskalandi því þær voru auðvitað hræðilegar á HM. Urðu sér til skammar samkvæmt Þjóðverjum,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
Þær þýsku töpuðu svo fyrir Danmörku 2-0 í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar á sama tíma og Ísland vann Wales 1-0. Leikurinn í dag verður því afar áhugaverður.
Þjóðadeildin er ný af nálinni í kvennknattspyrnu.
„Það tók mann tíma að taka Þjóðadeildina í sátt og hún verður mín uppáhaldskeppni ef við komumst á EM í gegnum hana og ég held að það sama verði upp á teningnum kvennamegin,“ sagði Arnar.