Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans en nýr þáttur kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og að þessu sinni var gesturinn Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Glódís Perla Viggósdóttir landsliðsfyrirliði hefur heldur betur verið í fréttum undanfarna daga en hún er orðin fyrirliði Bayern Munchen og var þá að skrifa undir nýjan samning við félagið.
„Þetta kom mér smá á óvart því ég hélt hún myndi prófa eitthvað annað. Ég ætla ekki að segja eitthvað stærra því það er líklega ekkert stærra en Bayern Munchen,“ segir Hrafnkell um nýjan samning Glódísar.
„Ég skil hana mjög vel og vonandi fékk hún eins góðan samning og hægt er.“
Umræðan í heild er í spilaranum.