Það var ein eldri kona sem vakti heimsathygli í gær er Sheffield United tók á móti Newcastle.
Um var að ræða vandræðalegan leik fyrir heimaliðið sem tapaði 8-0, stærsta tap liðsins í heil 90 ár.
Konan sást lesa bók í stúkunni er staðan var 7-0 fyrir gestunum og vonandi fyrir hana missti hún af síðasta markinu.
Hún hafði augljóslega engan áhuga á að fylgjast með lokamínútum leiksins og reif þess í stað í bókina og skemmti sér vel.
Sheffield hefur byrjað tímabilið afskaplega illa en liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
,,Þú ert hetjan mín,“ skrifar einn til konunnar og bætir annar við: ,,Aðdáunarvert!“
Mynd af þessu má sjá hér.