Það gengur lítið upp hjá Chelsea þessa dagana.
Liðið er með fimm stig eftir sex leiki í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið gegn Aston Villa 0-1 á heimavelli.
Gengi Chelsea í fyrra var einnig skelfilegt og er mikil óánægja með nýja eigendur.
Behdad Eghbali, meðeigandi Chelsea, þurfti að hlaupa undan nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem vildu eiga við hann orð eftir tapið í gær.
Eghbali og Todd Boehly eru langt frá því að vera vinsælustu mennirnir á Stamford Bridge þessa stundina.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Eghbali pic.twitter.com/rTPxQT6PeA
— Fathz (@fathurys216) September 24, 2023