fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
433Sport

Sævar ræðir veruna í Lyngby: Prófar sig nú áfram í nýrri stöðu – „Ætlum að gera allt sem við getum til að komast í topp sex“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2023 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon er að vonum glaður í herbúðum Íslendingaliðs Lyngby. Hann er lykilmaður hjá danska úrvalsdeildarliðinu sem hefur farið afar vel af stað á þessari leiktíð.

Sævar, sem er 23 ára gamall, er á sínu þriðja tímabili hjá Lyngby, þar sem hann leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar. Hann kom til liðsins þegar það var í B-deild og hefur verið hluti af miklum uppgangi.

„Ég er rosalega sáttur. Þetta tímabil hefur byrjað ótrúlega vel hjá liðinu. Ég hef verið að spila aðeins öðruvísi stöðu, ég er orðinn miðjumaður og er að vinna mikið fyrir liðið,“ sagði Sævar við 433.is úti í Lyngby fyrir helgi.

video
play-sharp-fill

Eftir að hafa haldið sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni á ótrúlegan hátt sem nýliði á síðustu leiktíð er Lyngby nú í sjöunda sæti af tólf liðum eftir níu leiki á þessari leiktíð.

„Það er mikill uppgangur í Lyngby og við ætlum að gera allt sem við getum til að komast í topp sex, þó markmið Lyngby sé alltaf bara að halda sér uppi fyrst og fremst. En við erum með það gott liðið, það góðan æfingakúltur og erum búnir að spila lengi saman margir svo við ætlum að gera allt sem við getum til að stríða þessum efstu liðum.“

Sævar vill fara að bæta mörkum við sinn leik á ný en hann á eftir að skora á þessari leiktíð.

„Ég þarf að fara að skora mörk aftur. Ég hef ekki verið að koma mér í nógu góð færi svo ég þarf að kíkja aðeins á það. En ég get ekki verið að kvarta þegar liðinu gengur svona vel. En ef við náum topp sex og ég er með núll mörk og núll stoðsendingar er mér alveg sama.“

Ítarlegt viðtal við Sævar má nálgast í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endurkoma Alberts dugði ekki til

Endurkoma Alberts dugði ekki til
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United
433Sport
Í gær

England: Arsenal tapaði á Villa Park

England: Arsenal tapaði á Villa Park
433Sport
Í gær

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“
Hide picture