Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, vonar innilega að eigendur félagsins gefi sér tíma sem og leikmönnum liðsins.
Chelsea hefur byrjað tímabilið afar illa og tapaði 1-0 gegn Aston Villa í gær – liðið situr í 14. sæti deildarinnar.
Pochettino var ráðinn inn í sumar og á erfitt verkefni framundan en hann vonast til að fá meiri tíma til að snúa gengi liðsins við.
,,Auðvitað eru eigendurnir vonsviknir með byrjun tímabilsins en þeir þurfa að styðja við bakið á okkur,“ sagði Pochettino.
,,Við þurfum að ná sjálfstrausti og styðja við bakið þa essum strákum sem þurfa að standa sig á vellinum.“
,,Frammistaðan er góð, ekki frábær því við erum ekki að skora mörk. Ég byrja að undirbúa næsta leik á morgun og vonandi getum við skorað á miðvikudaginn.“