Ofurtölvan hefur stokkað spil sín og spáð í lokaútkomu ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki helgarinnar.
Efstu fjögur liðin raða sér eins og síðustu viku. Manchester City er á topnum og Liverpool er áfram spáð öðru sæti. Þá kemur Arsenal í þriðja sætinu og Newcastle í fjórða.
Í fimmta sæti dregur til tíðinda en þar fer Tottenham upp fyrir Manchester United og í fimmta sæti.
Chelsea færist þá niður úr sjöunda sæti í það níunda.
Öllum nýliðunum, Burnley, Luton og Sheffield United, er spáð falli.