Íslenska kvennalandsliðið mætir Þýskalandi í öðrum leik liðsins í Þjóðadeildinni á þriðjudag. Leikurinn fer fram ytra.
Stelpurnar okkar unnu 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik liðsins í keppninni. Á sama tíma tapaði Þýskaland 2-0 fyrir Danmörku.
Ísland og Þýskaland hafa mæst 16 sinnum. Þýskaland hefur unnið sigur í 15 leikjum og Ísland í einum. Ísland vann 2-3 sigur í október 2017.
Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:15 og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.
🇩🇪We are ready for tomorrow!#dottir #UWNL pic.twitter.com/r4Qlhr9tdz
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 25, 2023