fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
433Sport

Gylfi hló er hann var spurður út í tungumálið – „Maður sér smá eftir að hafa ekki fylgst aðeins betur með í grunnskóla“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2023 15:00

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson ræddi ítarlega við 433.is eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn á föstudagskvöld. Kappinn spilar nú í Danmörku og var hann til að mynda spurður út í hvernig danskan væri í viðtalinu.

Gylfi kom inn á sem varamaður síðustu 20 mínúturnar í 1-1 jafntefli Íslendingaliðs Lyngby gegn Vejle á föstudag.

„Tilfinningin er mjög góð. Það er frábært að vera kominn aftur á völlinn. Auðvitað er svekkjandi hvernig fór en persónulega er ég mjög sáttur með að vera byrjaður að spila fótbolta aftur,“ sagði Gylfi meðal annars við 433.is eftir leik.

video
play-sharp-fill

Sem fyrr segir var hann spurður út í hvort hann væri skarpur í dönskunni frá námsárunum eða hvort hann væri búinn að fara í tíma undanfarið.

„Nei, því miður ekki,“ svaraði Gylfi og hló.

„Það eru svo margir Íslendingar hérna að það þarf ekkert og svo vilja strákarnir hérna frá Danmörku tala ensku líka.

Maður sér smá eftir að hafa ekki fylgst aðeins betur með í dönsku í grunnskóla. Maður einbeitti sér meira að enskunni. En þetta hlýtur að koma á nokkrum mánuðum.“

Meira
Einkaviðtal við Gylfa Þór: Ræðir endurkomu kvöldsins á einlægan hátt – „Þetta var bara yndislegt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endurkoma Alberts dugði ekki til

Endurkoma Alberts dugði ekki til
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United

Markavélin í Þýskalandi á óskalista Manchester United
433Sport
Í gær

England: Arsenal tapaði á Villa Park

England: Arsenal tapaði á Villa Park
433Sport
Í gær

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“

Ten Hag alls ekki sáttur með frammistöðuna – ,,Munurinn var of mikill“
Hide picture