Það er útlit fyrir það að Donny van de Beek sé á förum frá Manchester United þegar janúarglugginn opnar.
Van de Beek hefur ekki náð að heilla á Old Trafford og var lánaður til Everton þar sem hlutirnir gengu heldur ekki upp.
Nú greina spænskir miðlar frá því að Villarreal á Spáni vilji fá Hollendinginn í sínar raðir í janúar.
Van de Beek þarf á nýrri byrjun að halda en hann er alls enginn fastamaður í Manchester þessa stundina.
Óvíst er hvort Man Utd sé tilbúið að selja miðjumanninn í janúar en hann gæti jafnvel gert lánssamning við spænska félagið.