Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni eru á eftir Ousmane Dembele, leikmanni, Paris Saint-Germain. Mirror greinir frá.
Um er að ræða Arsenal, Tottneham og West Ham en fréttirnar koma nokkuð á óvart þar sem Dembele gekk aðeins í raðir PSG í sumar frá Barcelona.
Hinn 26 ára gamli Dembele hefur ekki farið of vel af stað með PSG og miðað við fregnir gæti hann strax farið í janúar á láni.
Þrjú ofangreind félög á Englandi hafa öll augun opin fyrir því.
Það verður líklega undir stjóra PSG, Luis Endrique, komið hvort að Dembele fái að fara á láni.