Chelsea hyggst reyna að fá Tammy Abraham aftur frá Roma næsta sumar og nota Ronelu Lukaku til að hjálpa sér við það. Calciomercato segir frá.
Abraham gekk í raðir Roma frá Chelsea sumarið 2021 og hefur skorað 36 mörk fyrir félagið í 107 leikjum.
Lukaku fór einmitt til Chelsea 2021 en hefur engan vegið staðið undir væntingum og var á láni hjá Inter á síðustu leiktíð. Nú er hann kominn á lán til Roma.
Chelsea vonast til að Roma vilji fá Lukaku endanlega næsta sumar og að félagið geti notað hann í skiptidíl til að fá Abraham á ný.