Mikel Arteta, stjóri Arsenal, harðneitaði að gagnrýna miðjumanninn Jorginho eftir leik gegn Tottenham í gær.
Jorginho gerði slæm mistök sem kostaði mark í seinni hálfleik en hann hafði komið inná sem varamaður í seinni hálfleik.
Jorginho gekk í raðir Arsenal frá Chelsea í byrjun árs og reynir að vinna sér inn byrjunarliðssæti á Emirates.
Arteta vildi ekki kenna Jorginho um markið en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
,,Það sem gerðist er að ég elska hann og við elskum hann. Að gera mistök er hluti af fótboltanum,“ sagði Arteta.
,,Það er auðvelt fyrir okkur að tala en ef það er einhver sem er tilbúinn að hjálpa liðinu þá er það Jorgi, við stöndum allir með honum.“