Breiðablik mætir Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Það er óhætt að segja að ísraelska liðið sé sigurstranglegra.
Blikar eru fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu og því um sögulegan leik að ræða.
Fer hann fram á heimavelli Maccabi í kvöld og samkvæmt veðbönkum eiga Blikar lítinn möguleika.
Stuðull á sigur Blika á Lengjunni er til að mynda 10.49 á móti 1,09 á sigur Maccabi.
Hin liðin í riðli Blika eru Zorya Luhansk frá Úkraínu og Gent frá Belgíu.
Leikur Maccabi og Breiðabliks hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.